Ferðagjöf og Útilegukortið

9. maí, 2020 | Fréttir og tilkynningar

Ríkisstjórnin hefur gefið út frekari upplýsingar um ferðaávísuna sem hefur fengið nafnið Ferðagjöf og verður hún gefin út fyrstu vikuna í júní. Allir Íslendingar fæddir 2002 eða fyrr fá 5.300 kr. í ferðagjöf. Útilegukortið mun sækja um leyfi til að geta tekið við Ferðagjöfinni strax og það stendur til boða.

Útilegukortið er gisting í allt að 28 nætur á 37 tjaldsvæðum víðsvegar um landið fyrir tvö fullorðin og fjögur börn undir 16 ára og yngri.