Tjaldsvæði á tímum COVID19

26. maí, 2020 | Fréttir og tilkynningar

COVID19 hefur valdið ýmsum usla en tjaldsvæði Íslands verða opin í sumar. Eitthvað af tjaldsvæðum hafa seinkað sínum opnunardegi en þau munu öll tjaldsvæði verða opin í byrjun júní.

200 manns mest

Mánudaginn 25. maí tók gildi 200 manna samkomubann, sem þýðir að 200 manns geta að hámarki deilt salernisaðstöðu og svæði innan tjaldsvæða. Börn fædd 2015 eða seinna teljast ekki til 200 manna takmörkunar. Tjaldsvæðin munu auðvitað fylgja settum reglum til að gæta . Verið er að skoða hvort þörf sé á því að bjóða upp á að bóka tjaldsvæði þannig hægt sé að athuga hvort tjaldsvæði séu uppbókuð. Við mælum eindregið með því að kynna sér nýjustu útgáfur af reglum heilbrigðisyfirvalda: http://covid.is

Mörg tjaldsvæði í boði

Það eru 37 tjaldsvæði sem taka við Útilegukortinu víðsvegar um landið og hægt er að hringja á undan sér til að athuga hvort það sé laust. Símanúmer er hægt að finna undir skráningu tjaldsvæða hérna á vefnum okkar: https://utilegukortid.is/landshlutar/