Eskifjörður

Austurland / Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er í skógarreit við Bleiksána, rétt við innkeyrsluna í bæinn. Þar eru sturtur, snyrting, rafmagn og leiksvæði fyrir börnin. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í anddyri Sundlaugar Eskifjarðar, sem er við innkeyrsluna í bæinn, stutt frá tjaldsvæðinu. Þar eru heitir pottar, vaðlaug og rennibrautir og er hún opin allt árið.

Eskifjörður er einn af sjö bæjarkjörnum Fjarðabyggðar. Gömlu, rauðmáluðu sjóhúsin gefa strandlengjunni á Eskifirði einstakt svipmót og tilvalið er að renna fyrir fiski í firðinum. Aðrir vinsælir viðkomustaðir eru Sjóminjasafn Austurlands, sem gerir atvinnusögu svæðisins vönduð skil og Randulffssjóhús sem er glæsilegur veitingastaður og auk þess gömul verbúð frá millistríðsárunum, sem gaman er að skoða. Í þessu upprunalega sjóhúsi er einnig rekin báta- og veiðistangaleiga á sumrin. Stór útiverönd Kaffihússins á Eskifirði nýtur sín vel í sumarblíðunni og í menningarhúsinu Dahlshúsi eru oft haldnar áhugaverðar sýningar. Alþjóðlega vegaskiltið við ferðaþjónustuna Mjóeyri, yst í bænum, er kjörinn staður fyrir nokkrar „selfies“ og þar utar er Helgustaðarnáma, ein stærsta og þekktasta silfurbergsnáma Evrópu. Byggðarholtsvöllur, skemmtilegur 9 holu golfvöllur, er rétt innan við þéttbýlið. Á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar er Hólmanes friðland með merktum gönguleiðum og Hólmaborginni, helsta griðarstað íslenska bergdúfustofnsins.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Strandgata
Póstfang/Bær 
735 Eskifjörður
Sími 
776 0127
Netfang 
camping.reydarfjordur@gmail.com
Vefsíða www.fjardabyggd.is
Opnunartími 
1 júní – 1. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 682 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 73km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir