Heiðarbær

Norðurland / Tjaldsvæði

Heiðarbær er staðsettur á milli Húsavíkur og Mývatns við þjóðveg nr. 87 í 20 km fjarlægð frá Húsavík. Við Heiðarbæ er vel staðsett tjaldsvæði ásamt stæðum fyrir tjaldvagna, fellihýsi og húsbíla. Á tjaldstæðinu er ágæt leikaðstaða og minigolf. Boðið er upp á alhliða veitingar og mat samkvæmt matseðli, léttvín, kaffi og meðlæti. Í Heiðarbæ er auk tjaldstæðis boðið upp á svefnpokagistingu fyrir allt að 30 manns í hólfuðum sal. Svefnpokagistingu fylgir ágætis eldunaraðstaða og hentar vel hópum. Einnig er boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum. Seld eru veiðileyfi í Langavatn og Kringluvatn sem eru í um 6-13 km fjarlægð frá Heiðarbæ. Heiðarbær er einnig kjörinn dvalarstaður fyrir veiðimenn í nærliggjandi veiðiám.

Í Heiðarbæ er sundlaug með heitum potti sem er opin júní, júlí og ágúst frá kl. 11:00 – 22:00 alla daga vikunnar. Heiðarbær í Reykjahverfi er vel staðsettur fyrir þá sem skoða vilja austurhluta norðurlandsins, njóta dvalar í góðu veðri og slappa af í rólegu umhverfi. Frá Heiðarbæ er stutt í flesta vinsælustu áningastað ferðamanna á svæðinu eins og Mývatn, Goðafoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur og Laxá í Aðaldal. Frá Heiðarbæ eru 20 km til Húsavíkur. Frá Húsavík eru daglegar hvalaskoðunarferðir yfir sumarmánuðina og einnig söfn s.s hvalasafn og minjasöfn ásamt ýmsum  áhugaverðum skoðunarstöðum. Í júlí er tilvalið fyrir gesti tjaldsvæðisins að skella sér á Mærudaga á Húsavík sem haldnir verða síðustu helgina í mánuðinum.

Ef haldin eru ættarmót eða samkoma á vegum félagasamtaka þar sem samið er um sérstakan „pakka“ þá gildir ekki Útilegukortið til frádráttar frá umsömdu verði. Þjónusta (vor og haust ) fyrir og eftir auglýstan opnunartíma fer eftir tíðarfari og því hægt er að hafa samband í síma 464 3903 fyrir utan opnunartíma ef fólk er á ferðinni.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Heiðarbær Reykjahverfi
Póstfang/Bær 641 Húsavík
Sími 4643903 / 8640118
Netfang heidarbaer@simnet.is
Vefsíða www.heidarbaer.is
Opnunartími 1. júní–10. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 465 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 226 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir