Tjaldsvæðið á Langafit er lítið, notalegt og friðsælt tjaldsvæði inn í þorpinu á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Handverkshúsið Langafit er við tjaldsvæðið með fallegt handverk, lítið kaffihús og lítið gistiheimili.

Á Laugarbakka er garðyrkjustöðin Skrúðvangur sem býður upp á allskyns góðgæti, s.s góðu jarðaberin sín, tómata, allskyns kryddjurtir, garnið Vatnsnes yarn ásamt ýmsum öðrum vörum. Einnig er þar að finna bókaútgáfuna Túrí, jógasetur með gistingu, Hótel Laugarbakka, eitt af betri hótelum landsins og ýmislegt fleira. Á tjaldsvæðinu er salerni, sólpallur, ágætt skjól og rafmagn.

Stutt er á Hvammstanga sem hefur allt það helsta sem hugurinn girnist, sundlaug, veitingahús, handverk, banka, pósthús og kaupfélag ásamt mörgu fleiru.

Gæludýr eru velkomin.

Ath: Útilegukortið gildir ekki um Verslunarmannahelgina, 29. júlí – 1. ágúst.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Laugarbakka
Póstfang/Bær 531 Hvammstangi
Sími 8928487
Netfang olina@simnet.is
Vefsíða www,facebook.com/Langafit
Opnunartími 15. maí –15. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 190 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 474km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir