Langbrók

Suðurland / Tjaldsvæði

Nýlegt tjaldstæði í hjarta sögusviðs Njálu stendur við Kaffi Langbrók í Fljótshlíð og er rekið til hliðar við það. Á Kaffi Langbrók er starfandi hljómsveitin Hjónabandið sem er iðulega við æfingar og sprell á sumrin og skapast oft skemmtileg stemning á svæðinu. Á túninu er gyðjuhof sem reist var upp á gamla mátann sem búið er að vígja. Farið er með gesti í hofið til að syngja, blóta og fá sér einhverja hressingu og fleira. Einu sinni á sumri er haldin útihátíðin Veltingur sem Hjónabandið sér um.

Leiðarlýsing: Hringvegur 1 er ekinn að Hvolsvelli og þá er beygt inn Hlíðarveg og haldið áfram Fljótshlíðarveg (vegur 261) í u.þ.b 10 km og beygt til vinstri að Kaffi Langbrók. Verið velkomin!

Þjónusta

Upplýsingar

HeimilisfangFljótshlíð
Póstfang/Bær:
 861 Hvolsvöllur
Sími 
8634662
Netfang 
kaffilangbrok@gmail.com
Vefsíða
Opnunartími 
1. maí–1. október
Fjarlægð frá Reykjavík: 178 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 665 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir