Þórsvöllur

Suðurland / Tjaldsvæði

Vestmannaeyjar eru um 15-18 eyjar þar sem Heimaey er eina byggða eyjan. Flogið er daglega á milli lands og eyja og einnig siglir ferjan Herjólfur frá Landeyjahöfn til eyja og tekur siglingin um 35 mínútur. Um 4.000 íbúar búa í Vestmannaeyjum og er því öll þjónusta þar til staðar. Mikið líf er í Vestmannaeyjum yfir sumartímann með frægu Orku fótboltamóti og er hápunktinum náð yfir þjóðhátíð sem er haldin um verslunarmannahelgi. 

23. janúar 1973 var örlagaríkur dagur í sögu Vestmannaeyja þegar eldgos hófst í Heimaey. Næstum allir íbúar voru fluttir í burtu og sneru ekki aftur fyrr en gosinu lauk í júní sama ár. Mikið eignatjón varð en allir íbúar sluppu heilir. Fyrir ferðamenn sem koma til Vestmannaeyja þá er nauðsynlegt að fara á gosslóðir en enn má finna yl í jörðinni þegar grafið er stutt niður.

Á tjaldsvæðinu er þjónustuhús með lítilli eldhúsaðstöðu s.s. brauðrist, samlokugrilli  og kaffivél. Bjóðum einnig upp á þvotta- og þurrkaðstöðu, 4 salerni og 2 sturtur.  Á svæðinu er rafmagn og vatn fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Leiksvæði fyrir börn er til staðar. Stutt er í þjónustu frá tjaldsvæðinu.

250 metrar í sundlaug og íþróttamiðstöðina

350 metrar í matvöruverslun

150 metrar í golfvöll

Útilegukortið gildir ekki á þjóðhátíð, 3 Ágúst – 6 ágúst.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Við Þórsheimilið, Hamarsvegur
Póstfang/Bær 900 Vestmannaeyjar
Sími 8469111
Netfang camping.westmanislands@gmail.com
Vefsíða
Opnunartími 15. maí –15. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 152 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 563 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir