Laugavöllur

Norðurland / Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er staðsett við hliðina á íþróttavellinum á Laugum. Sundlaugin á Laugum og 6 holu nýr golfvöllur eru í göngufæri við tjaldsvæðið. Óhætt er að segja að tjaldsvæðið sé frábærlega staðsett og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Þráðlaust internet er frítt á tjaldsvæðinu.

Í vallarhúsinu eru flestir þjónustupunktar tjaldsvæðisins, en þar er að finna salerni, sturtur, þvottavél og þurrkara. Á efri hæð hússins er að finna borð og stóla ásamt eldunaraðstöðu með ísskáp. Öll aðstaða er innifalin í gistiverðinu.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Laugavöllur
Póstfang/Bær 650 Laugum
Sími 4643344
Netfang dalakofinn@dalakofinn.is
Vefsíða www.dalakofinn.is
Opnunartími 15. maí –15. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 435 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 223 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir