Tjaldsvæðið á eyrunum er staðsett á Tröðum Snæfellsbæ, fallegt fjölskylduvænt svæði við sjóinn, gott útsýni til allra átta m.a Snæfellsjökul, gullnu Löngufjörur og til fjalla. Mjög góð snyrtiaðstaða með sturtu og salernum fyrir bæði kynin.
Aðstaðan hentar vel einstaklingum, fjölskyldum og hópum, einnig er tjaldsvæðið mjög vinsælt til ættarmóta.
Á tjaldsvæðinu er rafmagnstenging fyrir húsbíla og fellihýsi.
Kaffihús/veitingar er í gistiheimilinu að Tröðum.
Vinsæl hestaleiga er starfrækt að Tröðum, frábær staðsetning við vestari endann á Löngufjöru.
Golfvöllur er í næsta nágrenni, 11 km í sundlaugina á Lýsuhóli, Selalátur eru um 4 km frá Tröðum og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er u.þ.b. 50 km fjarlægð.
Þjónusta
Upplýsingar
Heimilisfang Traðir, Snæfellsnesvegur
Póstfang/Bær 356 Snæfellsbær
Sími 4315353
Netfang tradir@tradirguesthouse.net
Vefsíða www.tradirguesthouse.net
Opnunartími 1. apríl – 30 október
Fjarlægð frá Reykjavík: 155 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 664 km