Stokkseyri

Suðurland / Tjaldsvæði

Stokkseyri er lítið þorp við suðurströndina sem er þekkt fyrir fuglalíf og stórbrotna og fagra fjöru þar sem skiptast á skeljasandur, sker, flúðir og lón. Öflugt lista- og menningarlíf er á svæðinu, þar sem vinnustofur, sýningarsalir og söfn leynast víða, auk handverks af ýmsu tagi. Dæmi um söfn og gallerí eru Veiðisafnið, Draugasetrið, Álfa,- trölla- og norðurljósasetrið, en svo eru Gallerí Svartiklettur og Gallerí Gimli.
Gimli kaffihús er fallegt kaffihús sem er með gott kaffi og léttar veitingar svo er einnig verslunin Skálinn en þar er hægt að versla eldsneyti og helstu nauðsynjavörur auk veitinga. Ekki má gleyma hinum margrómaða veitingastað Fjöruborðið, en þar fæst meðal annars heimsklassa humar og humarsúpa. Sundlaug Stokkseyrar er lítil og notaleg laug þar sem eru 2 heitir pottar og vaðlaug fyrir börnin, auk rennibrautar. Laugin er opin alla daga yfir sumartímann. Ýmis önnur afþreying er í þorpinu, til dæmis eru skemmtilegar gönguleiðir víða. Hægt er að skella sér á kajak hjá Kajakaferðum.

Vor í Árborg, er hátíð sem haldin er í maí og svo Bryggjuhátíð aðra helgina í júlí. Einnig eru fleiri hátíðir í nágrenninu sem stutt er að skjótast á yfir daginn. Hægt er að veiða í Hraunsá, Bakkahestar eru með hestaferðir, og svo er auðvelt að komast í tengsl við dýralíf þar sem víða eru hestar á beit, kindur og jafnvel kýr.

Tjaldsvæðið á Stokkseyri er með snyrtilega salernisaðstöðu, tvær sturtur og þvottavél. Leikvöllur er fyrir börnin og frisbee golfvöllur liggur útfrá tjaldsvæðinu. Stórt útigrill sem hentar vel fyrir hópa og útibekkir til að borða við utandyra. Rafmagnstenglar og losunaraðstaða fyrir húsbíla.
Göngustígur liggur frá tjaldsvæðinu beint inn í miðbæ Stokkseyrar. Strætó gengur milli Eyrarbakka, Selfoss og Stokkseyrar alla virka daga svo stutt er í aðra afþreyingu á svæðunum í kring.

Útilegukortið gildir ekki á Bryggjuhátíð 5. júlí – 7 júlí.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Sólvellir
Póstfang/Bær
 825 Stokkseyri
Sími 
896 2144
Netfang 
camping.stokkseyri@gmail.com
Vefsíða
Facebook og www.stokkseyri.is
Opnunartími
1.maí – 15. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 66 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 617 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir