Bolungarvík

Tjaldsvæði / Vestfirðir

Bolungarvík er myndarlegur útgerðarbær við utanvert Ísafjarðardjúp að vestanverðu. Staðurinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1974 og íbúafjöldi er þar tæp 1000.  Víkin sem byggðin dregur nafn af snýr til norðausturs og afmarkast af Óshyrnu að sunnan og Traðarhyrnu að norðan. Vestan Bolungarvíkur heitir Stigahlíð og eru þar hamrar miklir og brattlendi, svo að erfitt er um að fara. Tveir grösugir dalir ganga upp frá víkinni og milli þeirra gnæfir fjallið Ernir. Höfuðbólið og kirkjustaðurinn Hóll stendur fyrir framan mynni dalanna.

Tjaldsvæði Bolungarvíkur er við hliðina á íþróttamiðstöðinni Árbæ á fögrum stað í svokölluðum Lambhaga við bakka Hólsár. Tjaldsvæðið blasir við þegar ekið er inn í bæinn. Á Tjaldsvæðinu er vel búið að gestum, þar er aðgangur að rafmagni, þvottavél, þurrkara og útigrilli. Sundlaugin sem er með notalegum sundlaugargarði heitum pottum, vatnsrennibraut og frábærri sólbaðsaðstöðu er við tjaldsvæðið. Á Tjaldsvæði Bolungarvíkur gefst ferðalöngum tækifæri til að dvelja á skjólgóðum og friðsömum stað í mögnuðu vestfirsku umhverfi við jaðar bæjarins þar sem fjölbreytt þjónusta og afþreying er í göngufæri.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Bolungarvík, við sundlaugina
Póstfang/Bær 415 Bolungarvík
Sími 4567381
Netfang sundlaug@bolungarvik.is
Vefsíða www.bolungarvik.is/sund
Opnunartími 15 maí –30. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 467 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 843 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir