Grindavík – Lokað tímabundið

Suðurland / Tjaldsvæði

Grindavík er vinsælasti ferðamannastaður landsins enda Bláa lónið í anddyri bæjarins. Nýr Suðurstrandarvegur er bylting fyrir ferðaþjónustuna í Grindavík á allan hátt enda má búast við mikilli fjölgun ferðamanna um svæðið eftir að hann var opnaður. Ferðaþjónustuaðilar í bænum ásamt Grindavíkurbæ hafa undirbúið sig af kostgæfni og bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og afþreyingu. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu en glænýtt tjaldsvæði, eitt það glæsilegasta á landinu, var opnað sumarið 2009. Þá var stórglæsilegt þjónustuhús opnað sumarið 2011.

Grindavík er landmikið bæjarfélag. Þar er náttúrufegurð mikil með perlur eins og Eldvörp, Selatanga, Gunnuhver, Brimketil, Selskóg og ýmislegt fleira. Hér er stutt í margrómaðar gönguferðir, má þar nefna nýjan malbikaðan göngustíg á milli Grindavíkur og Bláa Lónsins. Þorbjarnarfell er orðinn vinsælasta útivistaparadísin á Suðurnesjum. Fuglalíf er mikið í klettunum meðfram ströndinni við Reykjanestá. Hér er fjórhjólaleiga, eldfjallaferðir, hestaleiga, hellaferðir, silungsveiði, skoðunarferðir, góður 18 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn, rómaðir veitingastaðir,

Kvikan sem hefur þrjár áhugaverðar sýningar (Saltfisksetrið, Guðbergsstofu og Jarðorkuna). Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti er okkar stolt. Hér líður okkur vel. Nýr og glæsilegur baðstaður opnaði við Bláa lónið í júlí 1999 og er hann vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna er sækja Ísland heim.Hópsneshringurinn er afar áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn. Þar má sjá skipsflök nokkurra skipa sem strönduðu og er að finna skilti meðfram ströndinni með ítarlegum upplýsingum um sjóslysin.

Útilegukortið gildir ekki á bæjarhátíðinni Sjóarinn síkáti, 1-3. júní.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang: Austurvegur 26
Póstfang/Bær:
240 Grindavík
Sími: 8309090
Netfang: camping@grindavikcampsite.com
Vefsíða: grindavikcampsite.com
Opnunartími: 1 mars – 1 desember
Fjarlægð frá Reykjavík: 53 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 686 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir