Tjaldsvæði bæjarins er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5–10 mínútna göngufæri. Fjallasýn er mjög falleg. Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn (Stóra bola) er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ.
Hátíðir í Fjallabyggð 2024
17. júní 17. júní hátíðarhöld í Siglufirði/Ólafsfirði
3.-7. júlí Þjóðlagahátíð á Siglufirði
12-14. Júlí Frjó listahátíð
27. júlí Trilludagar á Siglufirði
1. – 5. ágúst Síldarævintýri
30 ágúst – 1 sept Myndasöguhátíð
Sept/okt Ljóðahátíðin Haustglæður á Siglufirði
Stutt er í gönguferðir fyrir fjallagarpa, fjölbreyttar gönguleiðir. Nánari upplýsingar eru á: www.fjallabyggd.is og www.visittrollaskagi.is
Þjónusta
Upplýsingar
Heimilisfang Gránugötu 24
Póstfang/Bær 580 Siglufjörður
Sími 6635560
Netfang gistihusjoa@gmail.com
Vefsíða www.fjallabyggd.is
Opnunartími 15. maí – 15. október
Fjarlægð frá Reykjavík: 386 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 351 km