Reglur og skilmálar

 1. Útilegukortið tekur gildi þegar kaupandi hefur skrifað nafn sitt aftan á Útilegukortið. Gildistími kortsins er frá kaupum fram til 15. september ár hvert.
 2. Kortið veitir einungis tveim fullorðnum og allt að 4 börnum upp að 16 ára aldri saman í húsbíl, tjaldi, hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagni fría gistingu á þeim tjaldsvæðum sem eru talin upp á heimasíðu Útilegukortsins. Eigandi verður ætíð að framvísa korti.
 3. Framvísa ber Útilegukortinu ásamt persónuskilríkjum við komu á tjaldsvæði. Hvert kort er með segulrönd og er inneign á hverju korti sem nemur 28 gistinóttum. Segulröndin er sett í posa og endurspeglar 1 króna, eina gistinótt.
 4. Útilegukortið gildir 28 gistinætur fyrir einingu fyrir hvert gildisár þess. Gistinæturnar má nýta hvenær sem er fram að lokum gildistíma kortsins þann 15. september. Þegar 28 gistinætur hafa verið nýttar á kort telst það fullnýtt og er um leið ógilt enda inneignin fullnýtt.
 5. Útilegukortið veitir ekki aðgang að annarri þjónustu sem tjaldsvæði kann að veita og velur að taka gjald fyrir eða er að öllu jöfnu ekki innifalið í næturgjaldi s.s. aðgangur að rafmagni. Í öllum tilfellum er aðgangur að salerni og rennandi vatni, sé sú þjónusta til staðar.
 6. Virða ber reglur tjaldsvæða á hverjum stað.
 7. Umsjónaraðilum tjaldsvæða er heimilt að vísa handhöfum Útilegukortsins frá tjaldsvæði vegna brota á umgengnisreglum.
 8. Kortið gildir á viðkomandi tjaldsvæðum á meðan tjaldsvæðin eru opin fyrir almenning út árið 2024 en þó ekki lengur en til 15. september.
 9. Heimilt er að gista á hverju tjaldsvæði í fjóra samfellda daga í senn.
 10. Engin takmörk eru á því hve oft má gista á hverju tjaldsvæði yfir sumarið.
 11. Umsjónaraðilum tjaldsvæða er heimilt gera kort upptækt hafi korthafi ekki skrifað nafn sitt á viðkomandi reit aftan á Útilegukortinu sbr. 1.mgr hér að ofan.
 12. Gistináttaskattur (333 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
 13. Útilegukortið er ekki forgangskort. Ef fullt er á tjaldsvæði þegar komið er á tjaldsvæðið þá veitir framvísun Útilegukortsins ekki forgang.
 14. Listi yfir þau tjaldsvæði sem veita fría gistingu á tjaldsvæði sínu gegn afhendingu Útilegukortsins getur hugsanlega tekið breytingum yfir sumarið.
 15. Afgreiðslutími pantana 3-5 virkir dagar. Sé vara ekki til munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna sé þess óskað. Hægt er að fá Útilegukortið sent heim með Íslandspósti eða sækja hjá Útilegukortinu, Ármúla 36. Einungis greiddar pantanir eru afgreiddar. Útilegukortið ber fulla ábyrgð á vöru þar til hún er afhent. 
 16. Sæki kaupandi Útilegukortsins ekki á tilsettum tíma og það má rekja til kaupanda eða atvika sem hann ber ábyrgð á, flyst áhættan yfir á kaupanda þegar hlutur er honum til reiðu á umsömdum afhendingarstað. Ef samið hefur verið um annan afhendingarstað en hjá seljanda flyst áhættan yfir til kaupanda þegar varan er afhent á umsömdum tíma og stað og kaupanda er kunnugt um að varan er tilbúin til afhendingar.
 17. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Sendingar úr kerfi Útilegukortsins kunna að nota persónuupplýsingar (t.d. búsetu, aldur eða viðskiptasögu) til að útbúa viðeigandi skilaboð til notenda vef Útilegukortsins. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila.  
 18. Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Útilegukortsins á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Endurgreiðsla: Útilegukortið fæst ekki endurgreitt. Glatað kort fæst ekki endurgreitt né bætt.

Misnotkun: Misnotkun á Útilegukortinu getur orðið til þess að það verður gert upptækt.

Ábyrgð: Útilegukortið ehf. tekur ekki ábyrgð á því ef tjaldstæði er lokað tímabundið eða hættir starfsemi af einhverjum orsökum.

Virðisaukaskattur: Öll verð eru með virðisaukaskatti og allir reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti.