Útilegukortið ehf. var stofnað árið 2006.
Markmiðið með stofnun Útilegukortsins er að gefa íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um land.
Útilegukortið gildir á viðkomandi tjaldsvæðum á meðan tjaldsvæðin eru opin fyrir almenning út árið 2024 en þó ekki lengur en til 15. september. Útilegukortið kostar aðeins 24.900 krónur.
Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Njótið sumarsins og fallegrar náttúru Íslands.
Útilegukortið er ferðafélaginn þinn.
Útilegukortið ehf.
Kt: 471106-1430
Sími: 552 4040
Bankaupplýsingar: 0515-26-1490
Félagið er einkahlutafélag og er skráð í hlutafélagaskrá. Vsk nr. 92331