Álfaskeið

Suðurland / Tjaldsvæði

Álfaskeið liggur í fallegum dal í Hrunamannahreppi við sunnanvert Langholtsfjall skammt frá Flúðum. Ungmennafélagið í sveitinni hélt þar reglulegar útisamkomur frá árinu 1908 í nærri 60 ár og var Álfaskeið því miðstöð útihátíða á Suðurlandi við upphaf síðustu aldar.

Ungmennafélagið plantaði jafnframt mikið af trjám. Enda er trjágróður í miklum blóma á Álfaskeiði og fallegt skógarrjóður í kringum tjaldsvæðin. Góð aðstaða er við Álfaskeið. Álfaskeið er fjölskyldutjaldsvæði og hefur verið vinsælt tjaldsvæði undanfarin ár enda á ekki að væsa um gesti þar. Aðeins eru um 10 kílómetrar í alla frekari þjónustu á Flúðum, sundlaug, verslun o.þ.h. Hestaleiga er á bænum Syðra-Langholti sem er ca. 1 km frá tjaldsvæðinu. Ekki er heitt vatn né rafmagn á svæðinu.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang: Syðra Langholti
Póstfang/Bær:
845 Flúðum
Sími: 7721299
Netfang: arnaths@gmail.com
Vefsíða: rtsi.is
Opnunartími: 1. júní – 1. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 100 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 615 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir