Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi. Tjaldsvæðið er í göngufæri frá sundlaug og verslun.
Húsavík er elsta byggða ból á Íslandi því landkönnuðurinn Garðar Svavarsson hafði þar vetursetu fjórum árum áður en Ingólfur Arnarson settist að í Reykjavík.
Fjöldi ferðamanna heimsækir bæinn á hverju ári. Vinsældirnar stafa af ríkulegri náttúrufegurð, vinalegu umhverfi, vinsælum hvalaskoðunarferðum út á Skjálfandaflóa og fjölbreyttri annarri afþreyingu auk nálægðar við fjölmargar náttúruperlur svæðisins.
Athugið að Útilegukortið gildir ekki á Mærudögum 25-28 júlí.
Þjónusta
Upplýsingar
Heimilisfang Héðinsbraut, 640 Húsavík, Iceland
Póstfang/Bær 640 Húsavík
Sími 7920160
Netfang camping.husavik@gmail.com
Vefsíða
Opnunartími 15. maí – 15. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 464 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 247 km
Þjónusta á staðnum








Kort
Myndir
