Í Sandgerði er snyrtilegt tjaldsvæði sem er staðsett við Byggðaveginn. Í þjónustuhúsinu eru, salerni, sturtur, útivaksar með heitu og köldu vatni, þvottavél og þurrkari. Á svæðinu er hægt að fylla á vatn, losa salerni og rafmagnstenglar fyrir þá sem þess óska. Tjaldsvæðið er staðsett miðsvæðis og öll almenn þjónusta í göngufæri. Góð sundlaug með rennibraut og gufubaði, þreksalur, 18 holu gólfvöllur og þar er einnig að finna Þekkingasetur Suðurnesja – safn sem tengir saman menn og náttúru, sýninguna Heimskautin heilla og Gallerí Listatorg þar sem eru listasýningar og sala á handverksmunum. Mikið líf getur verið við höfnina og gaman að koma þangað. Í nágrenni við Sandgerði er að finna sögulega staði en þar má nefna Hvalsneskirkju, Stafnes og Básenda. Sandgerði er í 8 mín akstri frá fugvellinum og 35 mín frá Höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að leigja smáhýsi sem eru á svæðinu.
Útilegukortið gildir ekki á hátíð Suðurnesjabæjar.
Þjónusta
Upplýsingar
Heimilisfang Byggðavegi
Póstfang/Bær 245 Sandgerði
Sími 8548424
Netfang info@airportcamping.is
Vefsíða www.airportcamping.is
Opnunartími Opið allt árið
Fjarlægð frá Reykjavík: 56 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 710 km
Kort
Myndir



