Seyðisfjörður kúrir á milli hárra fjalla í samnefndum firði einungis 26 km frá Egilsstöðum, tjaldsvæðið er í hjarta bæjarins umgirt háu kjarri sem veitir gott skjól. Að aka yfir Fjarðarheiði á góðum sumardegi er öllum ógleymanlegt sem það upplifa, af mörgum er heiðarvegurinn talin vera einn fegursti fjallvegur landsins og þó víðar væri leitað. Á svæðinu er stórt þjónustuhús með eldunaraðstöðu og setustofu fyrir gesti, þar er auk þess þvottavél, þurrkari, salerni og sturtur fyrir konur, karla og fatlaða. Stutt er í alla þjónustu fyrir ferðamenn, stikaðar gönguleiðir og afþreyingamöguleika sem eru fjölmargir. Húsbílastæði eru á tveimur stöðum fyrir ca. 100 bíla, þvottaaðstaða, rafmagn og losunaraðstaða fyrir ferðasalerni er á svæðinu.
Upplýsingar um þjónustu og afþreyingarmöguleika í nágrenni tjaldsvæðisins er að finna á heimasíðunni www.visitseydisfjordur.com.
Ath: Útilegukortið gildir ekki á hátíðina LungA 2024 helgina 18-20. júlí.
Þjónusta
Upplýsingar
Heimilisfang Ránargata 1
Póstfang/Bær 710 Seyðisfjörður
Sími 7920070
Netfang camping.seydisfjordur@gmail.com
Vefsíða www.visitseydisfjordur.com
Opnunartími 1. apríl –31. október
Fjarlægð frá Reykjavík: 662km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 0 km
Kort
Myndir



