Stuðlagil  Canyon

Austurland / Tjaldsvæði

Stórt og gott tjaldsvæði við Stuðlagil. Erum með veitingasölu í veitingavagni og handverksmarkað sem er opinn yfir sumarið. Glæsilegt salernishús með sturtum. Þar sem við verðum að hita allt vatn upp með rafmagni kosta sturtur 400 kr. í 100 kr mynt. Vorið 2025 verður bætt við aðstöðu fyrir uppþvott og eldun sem og rafmagn fyrir tjaldstæði. ATH ekki er í boð rafmagn fyrir hleðslu bíla.

Mikil og stórfengleg náttúra á staðnum og 200 metrar frá Stuðlagili. Fjölmargar dagleiðir frá tjaldsvæðinu, t.d. hálendi (Snæfell, Kverkfjöll eða Askja), heiðin (vötnin, hringferð um heiðina), Sænautasel, firðirnir (Vopnafjörður, Mjófjörður, Borgarfjörður, Seyðisfjörður og fl), Kárahnjúkar, Laugavellir með náttúrlegri sturtu, Hallormsstaðir, Hengifoss og fleiri staðir. Losun fyrir ferðasalerni. Opinn eldur stranglega bannaður eða aðrar athafnir sem fela í sér íkveikjuhættu, hundar í bandi leyfðir.

Vegur á malarvegi inn á tjaldstæðið (c.a. 7 km.) er vart fær hjólhýsum eins og sakir standa.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang  við Grund Jökuldal, eða Stuðlagil Canyon
Póstfang/Bær 701 Egilsstaðir
Sími 866 0046
Netfang studlagilcanyon@gmail.com
Vefsíða  www.studlagil.is
Opnunartími  1. maí –30. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 601 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 70 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir