Tungudalur

Tjaldsvæði / Vestfirðir

Tjaldsvæðið í Tungudal er á fallegum stað inn af Ísafirði sem stundum er kallaður paradís vestursins. Staðurinn er einstaklega skjólsæll og fagur, Bunárfoss gnæfir yfir tjaldsvæðinu og áin rennur í gegnum svæðið og skiptir því í tvo hluta, annar hlutinn er ætlaður húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum og hinn hlutinn er ætlaður tjöldum.
Tvö þjónustuhús eru á svæðinu, í þeim er að finna móttöku, snyrtingar, sturtur, skiptiborð, þvottaaðstöðu, eldhús og þráðlaust netsamband. Aðgengi að salerni og sturtu er fyrir hreyfihamlaða. Á svæðinu má finna leiktæki fyrir börn og grillaðstöðu. Gestir geta notið náttúrunnar með göngu um dalinn eða Tunguskóg sem liggur við tjaldsvæðið. Þá er 9 holu golfvöllur í túnfætinum. Tjaldsvæðið er í um 4 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Ísafjarðar þar sem stutt er í stórmarkaði, sundlaug og bensínstöðvar.

Vinsamlega athugið að Útilegukortið gildir ekki um verslunarmannahelgina.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Tungudalur
Póstfang/Bær 
400 Ísafirði
Sími  7817585
Netfang 
camping.isafjordur@gmail.com
Vefsíða 

Opnunartími 10. júní til 15. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 453 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 829 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir