Laugarvatn

Suðurland / Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið á Laugarvatni er stórt og skjólgott. Vel staðsett við Gullna hringinn með frábæru útsýni. Aðgangur að sturtum er innifalinn! Tjaldsvæðið hentar vel til dags ferða til að skoða marga áhugaverða staði Laugarvatnshellir, Þingvellir, Geysir, Gullfoss, Faxi og Kerið sem dæmi. Fjölbreytt þjónusta og afþreying er í boði á Laugarvatni og nágrenni s.s golf, spa, sund, hestar, bátar og veiði í vötnum og ám. Einnig frábær nýr veitingastaður sem var að opna beint á móti Vinastræti Veitingahús. Allir sem gista á tjaldsvæðinu fá 20% afslátt af mat á Vinastræti.

Við erum að vinna í því að gera tjaldsvæðið á Laugarvatni aðeins skemmtilegra, þetta sumar mun koma nýr leikvöllur, uppfært klósettaðstöðuna,  sameiginlegt grill verður á staðnum og fleiri spennandi hlutir munu bætast við. 

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Dalbraut, 806
Póstfang/Bær 840 Laugarvatn
Sími 888-8890
Netfang vinastraeti840@gmail.com
Vefsíða www.vinastraeti.is
Opnunartími 15. maí–1. október
Fjarlægð frá Reykjavík: 78 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 641 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir