Melanes Rauðasandi

Tjaldsvæði / Vestfirðir

Á Melanesi er rekið eina tjaldsvæðið á Rauðasandi. Á fallegu grænu túni sem liggur við sandinn, með dásamlegt útsýni að Látrabjargi. Af tjaldsvæðinu er hægt að ganga í allar áttir og upplifa dýralíf og náttúru.

Salerni og sturtu aðstaða fyrir alla, þ.m.t. aðgengi fyrir hjólastóla. Eldunaraðstaða, þvottavél, útigrill, bekkir, borð og leiksvæði.


Sellátur er á sandinum og þar liggja hundruðir landsela allt árið um kring. Frá tjaldsvæðinu er létt 1,5 km ganga inn að Sjöundá sem er eyðibýli sem margir þekkja úr sögunni Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Frá Sjöundá er svo hægt að ganga lengra, m.a. er miðlungs erfið ganga inn að vitanum í Skor (en sú leið er þó ekki fyrir lofthrædda), og svo er erfið en falleg gönguleið um Sjöundárdal, Ölduskarð og niður í surtarbrandsnámurnar í Stálfjalli.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Melanes
Póstfang/Bær 451 Patreksfjörður
Sími 7836600
Netfang melanes451@gmail.com
Vefsíða Facebook page
Opnunartími Opið á sumrin
Fjarlægð frá Reykjavík: 400 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 792 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir