Tjaldsvæðið er við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði og þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum. Einnig er 9 holu golfvöllur aðeins um 2 km frá tjaldsvæðinu og stutt er í veiði, hvort heldur sem er á bryggjuna, eða í silung í Ólafsfjarðarvatni. Seld eru veiðileyfi í Fjarðará sem er inn af vatninu.
Hátíðir í Fjallabyggð 2024
2.-4. júní Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði
17. júní 17. júní hátíðarhöld í Siglufirði/Ólafsfirði
19 -20 júlí Sápuboltinn
17. ágúst Fjarðarhlaupið
September Fjarðarhjólið
Stutt er í gönguferðir fyrir fjallagarpa og kajak og árabátasiglingar á vatninu í kvöldkyrrðinni.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fjallabyggðar: www.fjallabyggd.is og www.visittrollaskagi.is
Þjónusta
Upplýsingar
Heimilisfang Ólafsvegi 4
Póstfang/Bær 625 Ólafsfirði
Sími 6635560
Netfang gistihusjoa@gmail.com
Vefsíða www.fjallabyggd.is
Opnunartími 15. maí–15. október
Fjarlægð frá Reykjavík: 178 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 665 km