Tjaldsvæðið á Patreksfirði er staðsett við Félagsheimili Patreksfjarðar sem sést vel þegar komið er inn í bæinn. Góð aðstaða er í félagsheimilinu fyrir tjaldsvæðið, m.a. salerni, þvottavél, aðstaða til eldunar, rafmagn og seyrulosun er fyrir húsbíla, og ruslagámar eru á staðnum. Hægt er að fá leigðan sal og eldhúsaðstöðu fyrir hópa. Á Patreksfirði er gott úrval veitingastaða og kaffihúsa, auk verslunar og annarrar þjónustu. Glæsileg íþróttamiðstöð með sundlaug sem þykir skarta einu fallegasta útsýni á landinu. Hin stórfenglega náttúra svæðisins býður upp á óþrjótandi möguleika á eigin vegum en einnig er hægt er að komast í margvíslegar skipulagðar ferðir um svæðið, styttri og lengri gönguferðir, rútuferðir, siglingu og sjóstöng. Á Patreksfirði er rekin upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn. Á tjaldvæðinu er þráðlaust net. Í nágrenninu er Rauðisandur þar sem gjarnan glittir í selavöður, Minjasafn Egils Ólafssonar í Örlygshöfn, Látrabjarg stærsta fuglabjarg Evrópu, Selárdalur í Arnarfirði þar Gísli á Uppsölum bjó og Samúel Jónsson, listamaðurinn með barnshjartað, Dynjandi einn af fegurri fossum landsins, og safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, í Reykjafirði er heit sundlaug og náttúrulaug, margar fallegar styttri og lengri gönguleiðir auk heillandi skeljasandsfjara vítt og breitt um svæðið.
Þjónusta
Upplýsingar
Heimilisfang Aðalstræti 107
Póstfang/Bær 450 Patreksfjörður
Sími 4565006
Netfang info@vesturbyggd.is
Vefsíða
Opnunartími 15. maí –30. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 391 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 783 km
Kort
Myndir




