- Þarf að bóka fyrirfram hjá tjaldsvæðum?
- Hvað ef tjaldsvæðið er fullt?
- Hvað er gistináttaskattur?
- Við erum fjölskylda með tvö börn, megum við tjalda tveimur tjöldum?
- Þarf ég að koma með mitt eigið tjald eða get ég leigt tjald á svæðinu?
- Hvað kostar að leigja eina nótt á tjaldsvæði á Íslandi?
- Hve seint má koma á tjaldsvæðin?
- Hvenær gildir Útilegukortið?
- Þarf að greiða einhver önnur gjöld á tjaldsvæðum?
- Gildir Útilegukortið fyrir tjaldvagna eða húsbíl?
- Fyrir hvað marga gildir kortið og hvað lengi?
Þarf að bóka fyrirfram hjá tjaldsvæðum?
Nei, það er ekki þörf á því að bóka fyrirfram. Það er sjaldgæft að tjaldsvæði fyllist nema það sé sérstakur viðburður í gangi. Mætið á svæðið, tjaldið og gefið ykkur fram við afgreiðslu til að skrá ykkur inn.
Hvað ef tjaldsvæðið er fullt?
Það er mjög sjaldgæft að tjaldsvæðin fyllist, en það getur gerst þegar fólk forðast vont veður og hópast á sama staðinn. Ef þú hefur áhyggjur af því, þá mælum við með að hringja á undan þér. Þú getur fundið símanúmer undir stökum tjaldsvæðum hér.
Hvað er gistináttaskattur?
Það er vægur skattur frá stjórnvöldum sem leggst ofan á hverja gistinótt, sem er 333 kr. með vsk.
Við erum fjölskylda með tvö börn, megum við tjalda tveimur tjöldum?
Nei, því miður gildir kortið einungis fyrir eitt tjald.
Þarf ég að koma með mitt eigið tjald eða get ég leigt tjald á svæðinu?
Tjöld eru ekki leigð á tjaldsvæðum og þarf að græja það áður en þið mætið.
Hvað kostar að leigja eina nótt á tjaldsvæði á Íslandi?
Hver nótt er á bilinu 1.500-2.200 kr.
Hve seint má koma á tjaldsvæðin?
Svo lengi sem þú hefur eins hljótt og mögulegt er í lagi að mæta seint á tjaldsvæðið.
Hvenær gildir Útilegukortið?
Kortið gildir frá þeirri dagssetningu sem tjaldsvæðin opna og til 15. september.
Þarf að greiða einhver önnur gjöld á tjaldsvæðum?
Fyrir utan gistináttaskattinn, sem er 333 kr., gæti þurft að greiða fyrir aðstöðugjöld eins og rafmagn, sturtur, þvottavélar aukalega.
Gildir Útilegukortið fyrir tjaldvagna eða húsbíl?
Já, Útilegukortið gildir fyrir tjald, tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl.
Fyrir hve marga gildir kortið OG HVAÐ LENGI?
Kortið gildir fyrir mest tvo fullorðna (16 ára og eldri), fjögur börn (undir 16 ára aldri) og eitt tjald/ferðavagn. Útilegukortið gildir í 28 gistinætur sem má nota hvenær sem er á tímabilinu.