Á tjaldsvæðinu er góð aðstaða, þar á meðal salerni, sturtur, heitt og kalt vatn, þvottavél, þurrkari, eldunaraðstaða, grill, rafmagn, losunarstöð fyrir skolptanka og aðgangur að þráðlausu neti. Við hliðina á tjaldsvæðinu eru svo leikvöllur og ærslabelgur.
Tálknafjörður er tilvalinn gististaður fyrir þau sem vilja skoða náttúruperlur Vestfjarða, en innan tveggja klukkustunda aksturs eru meðal annars Dynjandi, Látrabjarg, Rauðisandur, Selárdalur og friðlandið í Vatnsfirði. Gönguleiðakerfið Bifröst hefst við tjaldsvæðið og býður upp á sex mismunandi gönguleiðir sem henta fólki á öllum getustigum.
Þjónusta
Upplýsingar
Heimilisfang Strandgötu, Sveinseyri
Póstfang/Bær 460 Tálknafjörður
Sími 823-9987
Netfang camping@talknafjordur.is
Vefsíða www.vesturbyggd.is
Opnunartími 1. maí–15. október
Fjarlægð frá Reykjavík: 404 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 795 km
Kort
Myndir





