Sveitarfélagið Ölfus er á suðvesturhorninu um 54 km frá Reykjavík. Það búa rúmlega 2000 manns í sveitarfélaginu og þar af um 1600 manns í Þorlákshöfn, sem er eina þéttbýlið í sveitarfélaginu. Í Ölfusi er fjölbreytt landslag með svörtum sandfjörum, klettabjörgum, hraunbreiðum, hellum og háhitasvæðum svo eitthvað sé nefnt. Margar fallegar gönguleiðir er að finna í sveitarfélaginu og sundlaugin í Þorlákshöfn er talin ein af betri laugum landsins með frábærri ungbarnalaug innandyra fulla af leiktækjum.
Í Þorlákshöfn er einn af bestu brimbrettastöðum á Íslandi þar sem brimbrettakappar alls staðar úr heiminum koma til að prófa öldurnar. Gaman er að fylgjast með brimbrettaköppunum frá útsýnisskífunni við Hafnarnesvita. Stutt er að keyra í Selvoginn þar sem vinsælt er að heita á Strandarkirkju eða skoða hús Einars Benediktssonar skálds í Herdísarvík. Upplýsingamiðstöð Ölfuss er staðsett í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar og er opin frá kl. 12:30 til 17:30 alla virka daga. Tjaldsvæðið er staðsett fyrir aftan Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar, við hliðina á Þorlákskirkju.
Þjónusta
Kort
Myndir

