Ferðaávísun og Útilegukortið

26. apr, 2020 | Fréttir og tilkynningar

Ríkisstjórnin mun gefa út svokallaða ferðaávísun í sumar til að styðja við innlenda ferðaþjónustu, sem er 5000 kr. stafræn ávísun á ferðaupplifun. Hver aðili í fjölskyldu fær ávísun og getur því fjögurra manna fjölskylda smellt sér á Útilegukortið með þeirra ferðaávísunum.

Strax og meira kemur í ljós munum við fjalla nánar um ferðaávísanir. Fylgist með hér á vefnum.