Bakkafjörður

Norðurland / Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið á Bakkafirði er fjölskylduvænt tjaldsvæði með fótbolta- og leikvelli. Frábær staðsetning fyrir þá sem vilja hafa ró og næði. Tjaldsvæðið er miðsvæðis fyrir þá sem vilja keyra um Norðausturland. Stutt er í 9 holu golfvöll á Vopnafirði eða 35 km. og upplagt að  stoppa í Selárlaug sem er ein fallegasta útilaug landsins. Þórshöfn er í 45 km. fjarlægð en þar er flott íþróttahús með innilaug og vel búnum tækjasal, og ýmis önnur afþreying. Hægt er að fara í margar skemmtilegar dagsferðir t.d. að Dettifossi, Ásbyrgi, Heimskautagerðinu og Langanesi. Auðvelt er að fara í fallegar stuttar gönguferðir frá Bakkafirði.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Skólagata 5
Póstfang/Bær 685 Bakkafjörður
Sími 8924002 og 8631091
Netfang info@northeasticeland.com
Vefsíða 
www.northeasticeland.com
Opnunartími 
1.júní – 31.ágúst
Fjarlægð frá Reykjavík 633 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði 184 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir