Hella Gaddstaðaflatir

Suðurland / Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið hefur verið nýtt við Landsmót hestamanna en stendur nú handhöfum Útilegukortsins til boða. Tjaldsvæðið er rúmgott með nýju salernishúsi auk mjög góðs aðstöðuhús þar sem má elda og snæða mat.  Gaddstaðaflatir eru hluti af hestamannasvæði og skammt frá má sjá Rangárhöllina og skeiðvöll þar sem hið margfræga Landsmót íslenska hestsins er haldið reglulega.

Tjaldsvæðið er fjarri skarkala Hellu en samt mjög stutt í alla þjónustu á Hellu svo sem sundlaug, verslanir og annað.  Til að komast að tjaldsvæðinu skal ekið veg merktum Gaddstaðaflatir við Stracta hótel til suðurs. Tjaldsvæðið er liggur svo á vinstri hönd þegar ekið hefur verið 2-300 metra.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang: Gaddstaðaflatir
Póstfang/Bær:
850 Hella
Sími: 7760030
Netfang: camping.hella@gmail.com
Opnunartími: 15 maí til 15. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 95 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 568 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir