Skjól er nýtt tjaldsvæði mitt á milli Gullfoss og Geysis við veg nr. 35 í landi Kjóastaða 1 en það opnaði vorið 2014. Stutt er í helstu náttúruperlur landsins: 3,5 km niður að Geysi, 6 km upp að Gullfossi og um 4 km að Brúarhlöðum. Kjörbúðir eru í um 25-30 km radíus.
Á Skjóli er veitingahús sem opið er alla daga frá 15. maí til 15. september frá 9:00-15:00 og 18:00-23:00. Veitingahúsið býður upp á pizzuhlaðborð og grænmetisbar ásamt súpu og brauði flesta daga en hægt er að panta pizzur af matseðli í hádegi og á kvöldin.
Gestir sem gista á Skjóli fá 20% afslátt af aðgangi í Gömlu laugina á Flúðum (Secret Lagoon). Í nágrenni er einnig hestaleigan í Myrkholti, eða í kílómeters fjarlægð. Ekki má gleyma hinum glæsilega Haukadalsvelli fyrir kylfingana, geysirgolf.is, sem er í tveggja kílómetra fjarlægð.
Hoppudýnan er alltaf á sínum stað ásamt rólum og sparkvelli og stutt er í Haukadalsskóg fyrir lengri eða styttri gönguferðir.
Verið hjartanlega velkomin á Skjól.
Þjónusta
Upplýsingar
Heimilisfang: Kjóastaðir
Póstfang/Bær: 801 Geysir
Sími 8994541
Netfang
Vefsíða skjolcamping.com
Opnunartími 1. maí -15. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 110 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 647 km
Kort
Myndir

