Varmaland

Tjaldsvæði / Vesturland

Tjaldsvæðið að Varmalandi er staðsett í útjaðri þéttbýliskjarnans í kringum jarðhitasvæðið Stafholtstungur í Borgarbyggð í Borgarfirði. En svæðið er staðsett á tungu milli Hvítár og Norðurár. Við Varmaland er staðsett íþróttamiðstöð og er hún opin frá seinni hluta júní fram í miðjan ágúst. Við Íþróttamiðstöðina er sundlaug sem alla jafna er vel nýtt af gestum tjaldsvæðisins. Tjaldsvæðið að Varmalandi er stórt og rúmgott og fer vel um hópa sem og fjölskyldur þar. Leiktæki eru á svæðinu en vert er að benda á frábæra möguleika til göngutúra og skemmtilegra leikja í svæðinu um kring. Fyrir ofan svæðið gnæfir klettur sem gaman er að ganga uppá og virða fyrir sér fallegt útsýni yfir svæðið og Borgarfjörðinn.

Stutt er í alla helstu þjónustu í Borgarnesi ef þess er þörf. Tjaldsvæðið að Varmalandi er fyrst og fremst fjölskyldusvæði því eru ferðalangar beðnir um að takmarka akstur um svæðið og sýna öðrum tillitsemi. Ölvun og háreysti veldur tafarlausri brottvísun. Ef stærri hópar en 4-5 einingar óska eftir að nýta sér aðstöðuna að Varmalandi þarf skilyrðislaust að hafa sambandi við umsjónarmann og athuga fyrst með laust pláss og fá í framhaldi úthlutað plássi af honum.

Leiðarlýsing. Hringvegur 1 er ekin að Baulu þá er beygt inn Borgarfjarðarbraut (50) og ekið að Varmalandsvegi ( um 2,5 km) og beygt þar til vinstri. Ekið um 2,5
km þangað til komið er að Varmalandi. Tjaldsvæðið er við enda byggðarinnar.

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Varmaland
Póstfang/Bær 311 Borgarnes
Sími 7751012
Netfang varmaland.camping@gmail.com
Vefsíða www.visitakranes.is
Opnunartími 1. júní til 15 september
Fjarlægð frá Reykjavík: 99 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 573 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir