Varasjóður VR gengur upp í Útilegukortið

19. maí, 2020 | Fréttir og tilkynningar

Félagar í VR fá ekki bara Útilegukortið niðurgreitt, heldur stendur einnig til boða að nýta inneign í varasjóði VR fyrir kaup á kortinu. Félagar geta nýtt sér að hámarki 55 þúsund á ári upp í greiðslu á gistingu innanlands, og má nýta þá inneign upp í greiðslu á Útilegukortinu. Greiðsla á gistikostnaði er þar að auki undanskyld staðgreiðslu ásamt líkamsrækt, endurhæfingu og starfstengdu námi.

Útilegukortið fæst niðurgreitt hjá VR á 12.600 kr. 

Hér er hægt að finna frekari upplýsingar um VR varasjóðinn: https://www.vr.is/styrkir-sjodir/vr-varasjodur/